Endurnýjaður samstarfssamningur við Shih Tzudeild HRFÍ

mars 07, 2024 2 mínútur að lesa

"Þökkum fyrir frábært samstarf síðasta árið og hlökkum til að fylgjast með og styðja við starf Shih Tzudeildarinnar næstu þrjú árin"

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Shih Tzudeild HRFÍ endurnýjaði samstarfssamning sinn við Royal Canin á Íslandi nú á dögunum. Við þökkum þeim fyrir gott samstarf á síðasta ári en deildin var virk og hélt nokkrar sýningaþjálfanir hjá okkur í Dýrheimum. Við hlökkum til næstu þriggja ára með deildinni sem sér um að standa vörð ræktun á tegundum deildarinnar.

Gauja og Súsanna
Súsanna Antonsdóttir formaður Shih Tzudeildar og Rannveig Gauja sölu- og markaðsstjóri.

Deildin stendur vörð um ræktun á Shih Tzu hundum

Deildin ber ábyrgð á varðveislu og ræktun á Shih tzu hundum á Íslandi í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ).  Á facebook síðu deildarinnar má fylgjast með starfseminni og þar setur stjórnin inn ýmsan fróðleik - sjá hér.

Royal Canin Fóður sérsniðið að þörfum Shih Tzu hunda

Royal Canin - Shih Tzu Adult

Þurrfóður fyrir Shih Tzu hunda eldri en 10 mánaða.


HEILBRIGÐ HÚÐ

Stuðlar að heilbrigðri húð og fallegum feldi með því að styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar með ómega- 3 fitusýrunum EPA & DHA. Fóðrið er jafnframt ríkt af hjólkrónuolíu sem styður einnig við heilsu húðar.


MELTING

Dregur úr magni og lykt hægða með sérstakri blöndu trefja og auðmeltanlegra próteina (LIP). Inniheldur góðgerlafæðu (FOS) til þess að styðja við meltingarveg hundsins.


HEILBRIGÐIR LIÐIR

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem geta myndast í liðum.


FÓÐURKÚLURNAR

Lögun fóðurkúlanna auðveldar grip og er sérstaklega gerð fyrir stutta og breiða kjálka tegundarinnar.


TANNHEILSA

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.


NÆRINGARGILDI

Prótein: 24.0% - Fita: 20.0% - Trefjar: 3.0% - EPA/DHA: 3 g./kg fóðurs.

Annað Royal Canin fóður sem getur hentað Shih Tzu